Nýskráningar rúmum 47% fleiri fyrstu vikur þessa árs

Nýskráningar fólksbifreiða voru rúmlega tvö hundruð fleiri fyrstu þrjár vikur nýs árs en yfir sama tímabil í fyrra. Nýskráningar þessa árs eru orðnar 636 en voru 433 í fyrstu þrjár vikurnar í fyrra. Nýskráningar til almennra notkunar voru tæp 81% og til bílaleika rúm 18%. Þetta kemur fram í tölum frá Bílgreinasambandinu.

Hlutdeild rafmagnsbíla það sem af er árinu er 38,2%, tengiltvinnbíla 32,7% og hybrid 14,5%. Dísilbílar voru með 8,3% hlutdeild og bensínbílar 6,3%.

Flestar nýskráningar eru í Toyota, alls 90 bílar sem gerir um 14,2% hlutdeild. Jeep var með 72 nýskráningar og Hyundai 69 bíla. Í næstu sætum þar á eftir koma Kia, Mitsubishi og Skoda.