Nýskráningar það sem af er árinu alls 963

Á fyrstu sjö vikum ársins eru nýskráningar alls 963. Þegar sama tímabil fyrir 2020 er skoðað voru nýskráningar alls 1217 og er samdrátturinn því um 20,9%. Toyota er sem fyrr söluhæsta bíltegundin en þar voru nýskráningar á fyrstu sjö vikunum alls 148 af því fram kemur í tölum frá Bílgreinasambandinu.

Önnur söluhæsta bílategundin var Kia, alls 98 og Mitsubishi er í þriðja sætinu með 67 skráningar. Volvo og Mercedes Bens koma í næstu sætum með 56 nýskráningar. Bílar til almennra notkunar voru yfirgnæfandi, alls 91,7% og til bílaleiga 7,8%.

Tengiltvinn bílar voru 27,5% af nýskráningum fyrstu sjö vikur yfirstandandi árs. Rafmagnsbílar voru 23,6% og hybrid með 16,9%. Dísilbílar voru 16,9% og bensínbílar 14,9%.

Þess má geta að þegar febrúarmánuður einn er skoðaður eru nýskráningar flestar í rafmagnsbílum, alls 27.9% og tengiltvinnbílar með 24,7%.