Nýskráningum í Evrópu fjölgaði í sept.-nóv.

Þótt árið 2013 hafi verið magurt í sölu nýrra bíla í Evrópu þá benda nýskráningar í álfunni síðustu þrjá mánuðina til þess að landið sé heldur að rísa eftir langt skeið samdráttar og stöðnunar. Á Íslandi var ekkert slíkt að sjá. Einungis 299 bílar voru nýskráðir hér í nóvember. Þar af voru annarskonar bílar en fólksbílar 18.

Í heild hefur bílasöluárið í ár verið mjög slakt í Evrópu. Samdráttur fyrstu 11 mánuði ársins nemur 2,7 prósentum miðað við árið í fyrra sem þó var með eindæmum slakt ár. Þessi samdráttur er þrátt fyrir að nýskráningum fjölgi í sept. okt. og nóv. miðað við árið 2012. Batinn í nóvembermánuði var t.d. 1,2 prósent miðað við sama mánuð 2012 en það dugði hvergi nærri til jöfnunar við árið 2012.

Alls voru nýskráðir 938.021 bíll á Evrópska efnahagssvæðinu í nóvember sl. Á tímabilinu janúar-nóvember 2013 voru nýskráðir samtals 20,95 milljón bílar..

Mestur samdráttur í stærstu bílalöndum Evrópu fyrstu 11 mánuði ársins varð á Ítalíu, -7,7 prósent, Frakklandi -7,1 og í Þýskaland -4,9 prósent.

Af stóru bílaríkjunum varð mest aukning í Bretlandi +9,9 prósent og á Spáni +2,1 prósent.

Þær bílategundir sem mest hafa sótt í sig veðrið á árinu miðað við árið 2012 eru Dacia +21 prósent, Mazda +16 prósent, Jaguar +16 prósent og Seat +11 prósent.

Mest afturför varð hjá Alfa Romeo -29 prósent, Chevrolet -18 prósent, Lexus -13 prósent og Citroën -12 prósent.

http://www.fib.is/myndir/ES-bilasala.jpg