Nýtt FÍB Blað er komið út!

Nú er há-sumarleyfistíminn genginn í garð og þetta tölublað FÍB blaðsins að talsverðu leyti helgað því. Af ferða-tengdu efni í blaðinu má þannig nefna nýja prófun sem ADAC í Þýskalandi hefur gert á gæðum barnabílstóla en hana er að finna á bls. 10.
Margir Íslendingar verða akandi erlendis í sumarfríinu, ýmist á eigin bílum eða bílaleigubílum. Þeim má benda á samantekt ADAC og okkar á sektum við nokkrum algengum umferðarlagabrotum í 34 Evrópuríkjum, svo sem akstri yfir hámarkshraða, ölvunarakstri, far-símanotkun undir stýri, fyrir að hunsa stöðvunarskyldu, aka gegn rauðu ljósi og leggja ólöglega. Skemmst er frá að segja að viðurlög við þessum brotum eru alls staðar þung, en sumsstaðar óheyrilega þung og geta auðveldlega sett fjölskyldufjárhaginn alvarlega úr skorðum. Farsælast er því að gera sér far um að fara að reglum í hvívetna og hlýða fyrirmælum umferðarskilta, vegmerkinga og lögreglu. Þá er næsta víst að yfirvöld í ferðalandinu eigi fátt vantalað við mann.
FÍB óskar félagsmönnum sínum og öllum þeim sem verða á ferðalagi í sumar, góðrar ferðar og farsældar og notalegrar heimkomu að fríinu loknu.
Félagsmenn eiga að vera búnir að fá blaðið sent heim en líka er hægt að skoða blaðið rafrænt hér