Nýtt Mercedes-Benz safn

http://www.fib.is/myndir/Benzsafn.jpg
Nýja Benz safnið í Stuttgart.

Þann 19. maí næstkomandi opnar Mercedes nýtt bílasafn í Stuttgart.

Formleg opnunarathöfn verður þá haldin og verður það Angela Merkel kanslari Þýskalands sem opnar safnið. Safnið verður opið boðsgestum fyrstu dagana en opnað almenningi 23. maí.

Safnið er til húsa í nýrri byggingu í Bad Canstatt hverfi. Í sýningarsölum eru 150 bílar frá öllum tímum í sögu Benz, fólksbílar, vörubílar, sportbílar, kappakstursbílar og fólksflutningabílar. Sérstakir salir eru fyrir sérsýningar og fyrir börn. Safnið er á öðrum þræði afgreiðsla fyrir nýja bíla og geta viðskiptavinir sem pantað hafa nýjan Benz tekið við honum í safninu.
http://www.fib.is/myndir/Benzsafn2.jpg