Nýtt risa-bílafyrirtæki í burðarliðnum?
Ganga þessir senn í eina sæng?
Viðræður um samvinnu eða samruna milli Renault - Nissan og General Motors eru greinilega komnar upp í efsta lag stjórnenda fyrirtækjanna því að í frétt sem var að berast frá Renault segir að nýlokið sé fundi Carlos Ghosn forstjóra og stjórnarformanns Renault og Nissan með Rick Wagoner forstjóra og stjórarformanns GM.
Þeir stórforstjórarnir fóru á fundinum yfir áfangaskýrslur þriggja starfsnefnda sem undanfarið hafa kannað ýmsar hliðar hugsanlegrar samvinnu eða samruna. Í fréttinni frá Renault segir að Ghosn og Wagoner hafi verið sammála um að halda áfram að kanna þá möguleika og þau tækifæri sem samvinna fyrirtækjanna þriggja hefði í för með sér. Sérstaklega yrði það skoðað hversu hlutabréf í öllum fyrirtækjunum myndu hækka í verði ef af samvinnunni eða samrunanum yrði.
Áætlað sé að þessum framhaldsathugunum ljúki um miðjan október og þá verður þá væntanlega tekin ákvörðun um framhaldið. –Engar frekari upplýsingar verða veittar á þessu stigi- segir síðan í fréttinni.