Nýtt útlit í tilefni af 10 ára afmæli Qashqai á Evrópumarkaði

Í tilefni af 10 ára afmæli Qashqai á Evrópumarkaði fagnar Nissan áfanganum með kynningu á uppfærðri og afar vel útbúinni útáfu á þessum mest selda sportjeppa álfunnar.

Afmælisútgáfan var kynnt á bílasýningunni í Genf sem nú stendur yfir. 

Nissan Qashqai hefur fengið nýjan og afar glæsilegan framenda sem endurspeglar nýtt yfirbragð á bílnum, einkum breytingar á framstuðara, framljósabúnaði og afturstuðara. Þá hefur farþegarýmið einnig tekið breytingum, bæði í efnisvali og tæknibúnaði sem m.a. leiða til enn betri aksturseiginleika. 

Meðal annars hefur þráðlaus snjalltækni Qashqai verið aukin, m.a. til að draga úr orkunotkun í samræmi við stefnu Nissan í umhverfismálum.

Þá verður hægt að fá Qashqai með ProPILOT-tækni Nissan sem aðstoðar ökumann við stýringu, stjórnun hröðunar og hemlunar við mismunandi aðstæður.

Tækni ProPILOT eykur öryggi í umferðinni og dregur úr streytu ökumanns í bæði þungri og hægfara umferð, en ekki síðurvið hraðari akstur á langkeyrslu þar sem mikilvægt er að halda sig á réttri akgrein. 

Paul Willcox, forstjóri Nissan Europe, segir að breytingarnar á Qashqai komi ekki síst fram í farþegareyminu, þar sem efnisgæði í innréttingu hafa verið aukin ásamt því sem tæknieiginleikar hafa verið bættir.