Ódýri einfaldleikinn vinnur á

Rússneski bílaframleiðandinn Lada hefur komið sér upp dreifingaraðila fyrir Lada bíla í Svíþjóð. Innflutningur og er innflutningur og sala í stórum stíl á Lada bílum við það að hefjast á ný eftir 30 ára hlé. Hinn gamalkunni jepplingur, Lada Niva eða Lada Sport eins og hann kallaðist á Íslandi forðum, er væntanlegur aftur á sænska bílamarkaðinn á ný, en einnig nýju gerðirnar Calina og Granta og sjö manna bíllinn Largus, sem er í aðalatriðum sami bíll og Dacia Logan, og hugsanlega fleiri.

http://fib.is/myndir/Lada-Granta.jpg
Lada Granta.
http://fib.is/myndir/Lada-Largus.jpg
Lada Largus er í grunninn sami
bíll og Dacia Logan.
http://fib.is/myndir/Lada_Niva_gamli.jpg
Lada Niva (Sport). Að mestu
óbreyttur um áratugi.
http://fib.is/myndir/Lada-Niva-langur.jpg
Lengdur Lada Niva.
http://fib.is/myndir/Lada-Niva-new.jpg
Nýr og gerbreyttur Lada Sport,
væntanlegur arftaki gamla bíls-
ins.

Eftirspurn er mikil og vaxandi í V. Evrópu um þessar mundir eftir ódýrum og einföldum bílum og er Svíþjóð í því efni engin undantekning. Gott og óvænt gengi Dacia frá Rúmeníu staðfestir þetta og nú bætist Lada við. Það er fyrirtæki í Eskilstuna í Svíþjóð sem áður flutt inn einn og einn Lada Niva í gegn um lettneskan innflytjanda sem nú færir út kvíarnar og flytur bílana inn beint frá Lada í Rússlandi. Fyrirtækið sem hét áður Ubbo AB en hefur fengið nýtt nafn; Lada Skandinavien AB og ætla stjórnendur þess sér að sjá öllum Norðurlöndunum fyrir Lada bílum.

Nú er byrjað að framleiða bíla upp í fyrstu stóru sendinguna af bílum og varahlutum til Svíþjóðar í Togliatti verksmiðjunum á Volgubökkum. Hún er væntanleg til Svíþjóðar um mitt sumar. Samhliða er unnið að því að fá bílana gerðarviðurkennda í Svíþjóð (sem gilda mun um alla Evrópu) og að byggja upp sölu- og þjónustunet í Svíþjóð og öðrum löndum Skandinavíu. En þar til það allt verður að fullu tilbúið er áhugafólki og væntanlegum kaupendum bílanna bent á að setja sig í samband við móðurfyrirtækið í Eskilstuna um nánari upplýsingar.