-Og nú er það opinbert!

http://www.fib.is/myndir/Caroftheyear2008.jpg

Eins og við sögðum frá hér á fréttavef FÍB á föstudag er Fiat 500 bíll ársins 2008 í Evrópu að þessu sinni, og nú er búið að tilkynna það opinberlega. Sjálf verðlaunin verða síðan afhent við athöfn sem fram fer í Berlín 28 janúar n.k.  Af þeim 58 sem sitja í dómnefndinni sem velur bíl ársins í Evrópu settu 33 Fíatinn efstan. Númer tvö varð Mazda 2 og Ford Mondeo er í þriðja sæti.

Hver dómnefndarmeðlimur hefur úr 25 stigum að spila við valið en má hæst gefa einum bíl 10 stig. Nú er vitað að 33 dómnefndarmenn völdu Fíatinn sigurvegara en einungis sjö þeirra gáfu honum fullt hús stiga eða 10 stig. Þannig gáfu tveir af þremur Svíum í dómnefndinni Fíatinum fullt hús.

Danmörk, Noregur og Finnland eiga hvert um sig einn fulltrúa í dómnefndinni. Þeir allir settu Mözduna í sigursætið. Daninn gaf henni fullt hús, eða 10 stig, Finninn og Norðmaðurinn gáfu henni 7 stig. Hægt er að sjá hérna stigagjöf einstakra dómnefndarmanna og röksemdafærslu hvers og eins.