Ökumenn sektaðir fyrir nagladekkjanotkun frá og með 11. maí

Í tilkynningu umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að fljótlega verði farið að sekta ökumenn bifreiða sem eru búnar nagladekkjum.

Nú er miðað við að það verði gert frá og með þriðjudeginum 11. maí. Sekt fyrir hvern negldan hjólbarða er 20.000 kr og því getur sektin numið alls 80.000 kr.

Fram kemur að margir bifreiðaeigendur á höfuðborgarsvæðinu hafa þegar fjarlægt nagladekkin eða eru einmitt að gera það þessa dagana. Töluverður erill hefur verið dekkjaverkstæðum í umdæminu síðustu daga eins og sjá má á myndinni.

Bifreiðaeigendur eru hvattir til að huga að skiptum og fara yfir á sumarhjólbarða.