Olís hækkaði fyrir helgi likt og Shell

Olís hækkaði bensínið um 2,50 krónur á hvern lítra og dísilolíuna um 1,80 krónur fyrir hádegi síðastliðinn föstudag líkt og Skeljungur sólarhring áður.  Algengasta þjónustuverðið hjá Olís fyrir lítra af bensíni er 133,50 krónur og 131,80 krónur fyrir dísillítra.  N1 var um hádegi í dag (9. sept.) enn að bjóða sínum viðskiptavinum sömu verð og í liðinni viku eða 131 króna fyrir bensínið og 130 krónur fyrir dísilolíuna.  N1, Olís og Shell bjóða 5 krónu sjálfsafgreiðsluafslátt.

Atlantsolía selur bensínið á 125,90 krónur á lítra og dísilolíuna á 124,90 krónur.  Hjá ÓB og EGO er bensínverðið 124,40 krónur og dísillinn er á 123.4 krónur. 

Ódýrasti dropinn er líkt og oft áður hjá Orkunni, 124,30 krónur fyrir bensínlítra og 123,30 fyrir dísillítra.