Olís hækkar eins og N1 og Shell

Nú rétt áðan kom fram á heimasíðu Olís að félagið hefur hækkað eldsneytið á sínum þjónustustöðvum um sömu krónutölu og N1 og Shell.  Dótturfyrirtæki Olís, ÓB hefur einnig hækkað sín verð.  Þegar þetta er ritað hefur Atlantsolía ekki breytt verðum né dótturfyrirtæki  N1 og Skeljungs, EGO og Orkan.  Ef þessi  nýjasta hækkun verður almenn á íslenska olíumarkaðnum mun hún kosta neytendur 550 milljón krónur á ári.  Hver króna í eldsneytisverði kostar neytendur um 340 milljón krónur á ári.  Til samanburðar þá er bensín á danska markaðnum ríflega 2 krónum ódýrara í dag samanborið við verðin fyrir 10 dögum .  Dísilolían til danskra neytenda er á sama verði nú og hún var fyrir 10 dögum.