Olís sá að sér

Hvort sem það var vegna fréttar okkar hér á vefnum í gær um bensínhækkun Olís í gær eða ekki, þá hefur Olís nú dregið hana til baka.

Það stakk óneitanlega í augu að félagið skyldi skella á fjögurra króna hækkun á lítrann rétt ofan í tveggja króna lækkun heimsmarkaðsverðs.

En nú er bensínverðið semsé komið í það sem það var áður, eða 252,70 í sjálfsafgreiðslu.