Olíuverð hækkar í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu

Heimsmarkaðsverð á olíu hækkaði töluvert í dag í kjölfar innrásar Rússa inn í Úkraínu í nótt sem leið. Rússland er næst stærsta olíutflutningaríki heims, og stærsti jarðgasframleiðandi í heimi. Hin mikla spenna á landamærum Rússlands og Úkraínu hefur þannig mikil áhrif á hráolíuverð.

Innrás Rússa í Úkraínu hafði strax þau áhrif á olíumörkuðum í morgun að verðið hækkað um 5% á skömmum tíma og kostar ein tunna af Norðursjávarolíu nú 102,18 dollara og hefur verðið ekki verið svo hátt í 10 ár. Sérfræðingar á olíumarkaði sögðu frá því morgun að hráolíuverð gæti farið upp í 125 dali á tunnu á næstunni. Enn aðrir vildu meina að verð á tunnunni gæti farið í 150 dali.

Nokkur ríki, þar á meðal áströlsk og japönsk, sögðu frá því í morgun að þau væru tilbúin til að heimila notkun á varabirgðum ríkjanna af olíu vegna stríðsins en sögðu að fleiri ríki þurfi að koma að málum.

Hækkandi olíuverð gæti einnig haft áhrif á raforkuverð í Evrópu. Þýsk stjórnvöld hafa ákveðið að taka ekki í notkun nýju Nord Stream 2 gasleiðsluna, sem fer frá Rússlandi, en að sögn Robert Habeck, fjármálaráðherra Þýskalands, verður landið að geta mætt orkuþörfinni án rússnesks gass.