Olíuverð slær fyrri met

Heimsmarkaðsverð á olíu fór í 68 dollara á Bandaríkjamarkaði í gær (24.08.2005) og er það hæsta verð á liðnum áratugum.  Markaðurinn er mjög viðkvæmur fyrir breytingum og ljóst að mikil spákaupmennska skekkir verðmyndunina.  Fréttir um að birgðir bensíns í Bandaríkjunum séu minni en talið var og fárviðri á Mexíkóflóa, ýtti olíuverðum upp. Það eykur ekki bjartsýni að afkastageta olíuhreinsunarstöðva í Bandaríkjunum hefur verið minni undanfarið en vonir stóðu til um leið og hvirfilvindatíminn er að ganga í garð.