Ólöglegt verður að taka upp og nota farsímann við akstur í Bretlandi

 Í nýjum lögum sem sett verða á Englandi á næsta ári verður með öllu ólöglegt að taka upp og nota farsímann við akstur. Breska samgönguráðuneytið hefur unnið að gerða þessara nýja laga í langan tíma í samvinnu við lögreglu og aðra fagaðila.

Að því er stefnt að þessi herta reglugerð loki fyrir þá glufu sem hefur verið fram að þessu og hefur gert ökumönnum mögulegt að komast hjá refsingu við að taka ljósmynd eða spila leiki í símanum. Í lögunum kemur þó fram að hægt verði áfram að nota símann við greiðslu á aðföngum í gegnum lúgu þegar bíllinn er að sjálfsögðu ekki á ferð. Handfrjálsibúnaðurinn verður hér eftir sem hingað leyfilegur.

Samtök lögreglunnar á Englandi hafa líst yfir mikilli ánægju með lögin og segja að tími var kominn til að taka á þessum málum með afgerandi hætti. Á síðasta ári létu 637 lífið í umferðinni á Bretland. Í 18 tilfellum mátti rekja dauðsföll til notkunar á farsíma og 135 urðu fyrir alvarlegum meiðslum.