Ólöglegur akstur torfærumótorhjóla

The image “http://www.fib.is/myndir/Mudbike.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Á fundi Umferðarráðs, 9 júní 2005 var eftirfarandi ályktun samþykkt:
Umferðarráð ályktar að stórátak þurfi að gera í því að stemma stigu við hverskonar ólöglegum akstri torfærubifhjóla, sem og utanvegaakstri á þessum tækjum.
Umferðarráð bendir á að ökumenn torfærubifhjóla verði að fara að lögum ekkert síður en aðrir ökumenn vélknúinna ökutækja.  Sérstaklega á þetta við um ökuréttindi, skráningu, tryggingar og náttúruvernd.
Umferðarráð er nú sem fyrr þeirrar skoðunar að áhugamenn um torfæruakstur fái úthlutað sérstökum svæðum til að stunda íþrótt sína, að því tilskildu að þeir fari að lögum og reglum. Umferðarráð beinir sérstaklega hvatningu til sveitarfélaga í þessum efnum.   
Umferðarráð skorar á lögregluyfirvöld að framfylgja lögum og reglum um akstur torfærubifhjóla.
Ólafur Kr. Guðmundsson stjórnarmaður í FÍB og LÍA hefur tekið saman meginatriði málsins. Þau má lesa á PDF skjali með því að smella hér: UMFHJOL2005.pdf