ON og Landspítali semja um hlöður

ON hefur gert samning við Landspítala um uppsetningu og rekstur á hlöðum fyrir rafbíla á fjórum starfsstöðvum spítalans; við Hringbraut, í Fossvogi, við Landakot og á Kleppi.

Gert er ráð fyrir að hlöðurnar verði tilbúnar til notkunar um mitt sumar. Starfsmönnum og gestum Landspítala gefst kostur á að sækja sér orku með ON-lykli eða appi en ON annast allan rekstur og viðhald stöðvanna. Hlöðurnar eru AC 32 A.

Verkefni þetta er hluti af umhverfistefnu og loftslagsmarkmiðum Landspítala og hefur verið nokkurn tíma í undirbúningi.