Önnur tilraun með kínverska jeppann Landwind

http://www.fib.is/myndir/Landwind_crash.jpg

Fyrsta tilraunin til að flytja inn og selja kínverska jeppann Landwind árið 2005 mistókst gersamlega eftir að systurfélag FÍB í Þýskalandi, ADAC, árekstursprófaði bílinn og staðfesti með því að hann væri lífshættulegur í óhöppum. Í kjölfarið stöðvaði framleiðandinn, kínverska ríkisfyrirtækið Jianling, allan útflutning til Evrópu. Nú er önnur tilraun í uppsiglingu undir nafninu Expedition sem sagður er endurhannaður Landwind frá Jianling.

Það var belgískt fyrirtæki sem sumarið 2005 hóf innflutning til Evrópu á Landwind. Fyrsta sendingin var 200 bílar. Hún seldist upp á skömmum tíma enda var bíllinn hræódýr. Ekki var leitað eftir gerðarviðurkenningu á Landwind þá heldur var sótt um sérskoðun og sérviðurkenningu fyrir hvern Landwind bíl.  Með því móti  fór innflytjandinn í kring um reglur um áreksturspróf sem er eitt skilyrða fyrir gerðarviðurkenningu í Evrópu. http://www.fib.is/myndir/Landwind_expedition_big.jpg

Nú ætla menn að reyna aftur en í þetta sinn segir forstjóri innflutningsfyrirtækisins, sem heitir LWMC, að búið sé að endurhanna bílinn og að hann uppfylli nú Evrópukröfur um styrk og um mengun. Forstjórinn segir að bíllinn muni fá a.m.k. þrjár stjörnur í árekstursprófi EuroNCAP og að hann uppfylli mengunarstaðalinn Euro-4. Hvorttveggja sé fullnægjandi fyrir bíla af þessu tagi.

http://www.fib.is/myndir/Fashion.jpgAuk jepplingsins Expedition hyggst innflytjandinn einnig fá gerðarviðurkenningu fyrir fjölnotabílinn Fashion. Báðar þessar gerðir eru með 2,4 l besnínvél frá Mitsubishi. 2,5 l dísilvél er sögð koma síðar. Sú vél er frá hinum ítalska vélaframleiðanda VM og verður byggð í nýrri vélaverksmiðju VM í Kína.