Opel vinsælasti fyrirtækjabíllinn í Evrópu

http://www.fib.is/myndir/OpelMeriva2006.jpg
Opel Meriva.

Hjá evrópskum fyrirtækjum sem reka eigin bílaflota og/eða skaffa starfsmönnum sínum bíla er Opel vinsælasta bíltegundin. En hjá einstaklingum sem sjálfir kaupa bíla er Toyota sú tegund sem nýtur mestra vinsælda í álfunni og þær vinsældir fara vaxandi hvarvetna, ekki síst í Evrópu sem fyrr segir, og Bandaríkjunum. Þetta má lesa úr tölum breskrar tölfræðisamantektar sem nefnist European Fleet Sales Database 2006.

Um það bil helmingur seldra nýrra bíla í átta öflugstu bílalöndum Evrópu er keyptur af stórum og smáum fyrirtækjum, bílaleigum og opinberum stofnunum og aðilum.  Bílaleigurnar Avis, Hertz og Europcar kaupa um það bil tíunda hvern seldan nýjan bíl í Belgíu, Hollandi, Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Hollandi, Spáni og Bretlandi.