Opel Zafira fékk fimm stjörnur

The image “http://www.fib.is/myndir/Euroncap.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Nýja gerðin af stórfjölskyldubílnum Opel Zafira hlaut fimm stjörnur í árekstraprófi EuroNCAP í þeirri lotu sem nú er um að bil að ljúka. Nýja Zafiran er því með öruggustu bílum. Að baki stjörnunum fimm er margþætt stigagjöf og að stigafjölda er Zafira í hópi með bílum úr sama flokki, t.d. VW Touran og Seat Altea. Bestur í þessum flokki hingað til er Toyota Corolla Verso með 35 stig og í öðru sæti er Renault Scenic með 34. Á eftir þeim koma síðan Zafira, VW Touarn og Seat Altea.
Fyrir að verja barnið í bílnum náði Zafira í fjórar stjörnur af fimm en fyrir slysavörn gagnvart fótgangandi aðeins tvær af fjórum mögulegum. Við framanáárekstur reyndust fótleggir ökumanns í hættu á að lemjast í stýrislegginn og hæðarstillingarbúnaðinn sem þýðir hættu á hnjá- og fótleggjameiðslum en í heild fékk bíllinn 14 stig af 16 fyrir þessa tegund ákomu. Zafiran reyndist veita góða vörn gagnvart ákomum frá hlið og fékk fullt hús stiga fyrir. Þar vógu þungt öflugir og virkir hliðarloftpúðar og sterkur miðstólpi í yfirbyggingunni.
The image “http://www.fib.is/myndir/Zafira-frontal.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.The image “http://www.fib.is/myndir/Zafira-pole.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Myndirnar eru frá árekstraprófun EuroNCAP á Opel Zafira.