Orkan hefur ekki hækkað eins og aðrir olíusalar

Bensín- og dísilolíuverð hefur hækkað hjá öllum íslensku olíusölunum nema Orkunni þegar þetta er ritað.  Hjá Orkunni kostar dísilolíu lítrinn 126.20 krónur en hjá Atlantsolíu, Egó og ÓB kostar sami lítri 128.80 krónur og hjá Olís, N1 og Shell kostar dísilolían 130.40 krónur í sjálfsafgreiðslu.  Orkan selur bensínið á 126.3 krónur hvern lítra en hjá hinum sjálfsafgreiðslufélögunum kostar bensínið 128.10 krónur og í sjálfsafgreiðslu á þjónustustöð 129.70 krónur.  Þjónustuverð á dísilolíu er 135.40 krónur á lítra og bensínið er á 134.70 krónur.   

Sá sem dælir sjálfur hjá Orkunni 50 lítrum af dísilolíu á bílinn sinn sparar 460 krónur miðað við þann sem kaupir sama magn með þjónustu hjá Shell, Olís og N1.