Öruggir og grænir bílar

Tryggingafélagið Folksam í Svíþjóð hefur tekið saman árlegan lista sinn yfir nýjustu bílana. Bílarnir eru metnir fyrst og fremst út frá því hversu öruggir þeir eru og jafnframt umhverfismildir. Einungis tíundi hver bíll kemst í gegn um nálarauga Folksam til að teljast bæði öruggur og umhverfismildur.

Síðan þessi listi var útgefinn síðast hafa sænsk stjórnvöld breytt skilgreiningum á því hvaða bílar þurfi að uppfylla til að teljast falla í flokk umhverfismildra bíla. Hinar nýju reglur sæta harðri gagnrýni fyrir að vera ógagnsæjar, órökréttar og óskiljanlegar. Nýju reglurnar sem hið opinbera fer eftir nú, taka hinsvegar mið af þyngd bíla og vélarafli. Þannig getur þungur og aflmikill lúxusjeppi nú flokkast meðal umhverfismildra bíla þótt útblástur hans sé yfir 200 grömm á kílómetra.

Folksam fer hins vegar eftir sínum eigin reglum og vegamikill þáttur í þeim er að koltvísýringslosunin óháð þyngd og vélarafli. Þær eru þannig ekki ósvipaðar eldri reglum hins opinbera. Meginforsenda þess að skilgreinast sem umhverfismildur má útblástur bíls pr. ekinn kílómetra ekki fara yfir 105 g pr. km burtséð frá þyngd bílsins. Samhliða þessu fer Folksam yfir öryggisbúnað bílanna, styrk þeirra og árekstursþol. Ef bíll uppfyllir kröfur Folksam um öryggi, styrk og öryggisbúnað sem og mengunarkröfurnar, þá  telst hann góður kostur fyrir neytendur. Einungis tíundi hver nýr bíll nær að þessu sinni að teljast vera góður kostur út frá forsendum Folksam.

Folksam mælir sérstaklega með þeim bílum sem búnir eru radarsjón og sjálfvirkri hemlun sem staðalbúnaði. Þessi búnaður grípur inn í aksturinn og hemlar ef ökumaður bregst ekki við hættunni. Bílar með þessum búnaði eru m.a. Volkswagen Up, Volvo V40 og Mazda CX-5. Fjórhjóladrifnir fólksbílar sem Folksam metur hátt eru m.a. Á óvart kemur kannski að BMW 525d, sem bæði er stór og þungur uppfyllir með sóma bæði kröfur Folksam um styrk og umhverfismildi. 525d kemur fyrir á listanum bæði sem skutbíll (Touring) og með xDrive.

Þótt þeim umhverfismildu bílum sem líka standast öryggiskröfur Folksam hafi fjölgað frá því í fyrra þá er það þó svo að 55 prósent umhverfismildu bílanna standast ekki öryggiskröfurnar.  Talsmaður slysarannsóknadeildar Folksam segir við sænska AM&Sport segir að það sé óheppilegt að nýju opinberu skilgreiningarnar á því hvað telst vera umhverfismildur bíll skuli koma svo illa niður á minnstu og léttustu bílunum með minnstu CO2 mengunina, enda hljóti það að skipta mestu.

Sjá lista Folksam hér.