Óskiljanlegt að draga úr upplýsingagjöf til almennings

Reglugerð um gæðieldsneytis lagði áður þær kröfur á birgja bensíns að þeim væri skylt að tryggja að viðeigandi upplýsingar um lífelds neytis innihald bensíns væru tilgreindar með skýrum hætti á sölustað fyrir neytendur. Ákvæðið um upplýsingaskyldu birgja var afnumið úr reglugerðinni þann 28.nóvember árið 2020 af umhverfis-og auðlindaráðuneytinu þegar Guðmundur Ingi Guðbrandsson var umhverfis-og auðlindaráðherra.

Í umfjöllun Morgunblaðsins segir jafnframt að þá var öðru ákvæði í reglugerðinni breytt þannig að skylda birgja um að tilgreina upplýsingar um lífeldsneyti á sölustað var afnumin. Eins og greint hefur verið frá skoðar Neytendastofa upplýsingagjöf olíufélaganna til almennings vegna breytinga á bensínblöndu snemma í vor.Þá var hafin sala á E10 blöndu af 95 oktana bensíni í stað E5 blöndu sem hafði áður verið á markaði en almennir neytendur vissu ekki af breytingunni á eldsneytinu.

Skilyrt að merkja hvað sé verið að selja

Runólfur Ólafsson,framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB),segir í samtali við Morgunblaðið að FÍB hafi ekki orðið vart við breytingar á reglugerðinni á sínum tíma. „Við óskuðum eftir skýringu frá ráðuneytinu og þeir báru fyrir sig regluverkið en bentu á að krafa varðandi merkingarnar væri bundin í annað regluverk og lög sem tengjast Neytendastofu. Þar er enn skilyrt að merkja hvað sé verið að selja,“ segir Runólfur og væntir þess ekki að breytingin á reglugerðinni hafi áhrif á niðurstöðu Neytendastofu. Hann segir það þó óskiljanlegt að draga úr upplýsingagjöf til almennings.

„Í þessu ferli öllu hafa opinberir aðilar haldið að sér höndum og enginn vill bera ábyrgð á einu né neinu ísambandi við hvernig framkvæmdin á að vera.Það eru liðnir mánuðir síðan þetta eldsneyti kom til landsins og það líðamargar vikur þar til þetta varð opinbert.Almenningur hafði ekki vitneskju um hvað verið var að kaupa.“

Fram kemur að ekki náðist íGuðmund Inga við vinnslu fréttarinnar.