Panasonic áformar byggingu á rafhlöðuverksmiðju í Bandaríkjunum

Japanska fyrirtækið Panasonic áformar byggingu á stórri rafhlöðuverksmiðju í Bandaríkjunum til framleiðslu á rafhlöðum fyrir bílaframleiðandann Tesla. Panasonic er að leita að landi til kaupa í Oklahoma eða í Kansas nálægt Texas. Fyrirhuguð bygging er talin muni kosta nokkra milljarða dollara.

Panasonic, sem hefur lengi verið birgir fyrir Tesla, hefur sagt að það ætli að hefja fjöldaframleiðslu á nýju tegundinni af litíumjónarafhlöðum fyrir Tesla fyrir lok mars 2024 með tveimur nýjum framleiðslulínum japönsku verksmiðjunni í Wakayama. Rafhlaðan er um fimm sinnum stærri en þær sem Tesla fá nú, sem þýðir að bandaríski bílaframleiðandinn, mun geta lækkað framleiðslukostnað og bætt drægni bíla sinna til muna.

Samvinna Panasonic við Tesla nær meira en áratug aftur í tímann þegar Tesla skrifaði undir samning sem gerði japanska fyrirtækið að lykil rafhlöðubirgi sínum. Síðan þá hefur Tesla aukið framleiðsluna og dreift aðfangakeðjunni til annarra fyrirtækja, þar á meðal kínverskra framleiðenda.