Pappírsúrgangur sem bifreiðaeldsneyti

The image “http://www.fib.is/myndir/Skogsbruk.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Skógarhögg í Svíþjóð. Úrgangur verður að bílaeldsneyti.
Í Svíþjóð er mikið skógarhögg og úr viðnum er m.a. unninn pappír í stórum stíl. Í pappírsframleiðslunni verður til úrgangsefni – olíukennd kvoða sem kallast svartlútur. Hingað til hefur svartlúturinn aðallega verið brenndur, m.a. í kyndistöðvum fyrir hitaveitur.
En það er hægt að fá mun betri orkunýtingu á svartlútnum með því að hreinsa hann og búa þannig til úr honum hið ágætasta bílaeldsneyti fyrir bæði bensín- og dísilvélar. Svíar hafa þegar þróað tæknina og alveg nýlega var tekin í notkun slík úrvinnslustöð við stóra pappírsverksmiðju í Umeå í Svíþjóð og önnur er í byggingu.
Mun ódýrara er að framleiða bílaeldsneyti úr svartlútnum heldur en að framleiða etanol til að blanda í bílabensín, þannig að Svíar gera ráð fyrir því að upp úr 2008 muni pappírsiðnaðurinn í landinu geta auðveldlega annað 30-40% af bensín- og dísilolíuþörf sænska bílaflotans. Þangað til munu fyrrnefndu úrvinnslustöðvarnar tvær framleiða samtals 100 tonn af bílaeldsneyti á dag.