Peugeot 1007 er öruggastur

The image “http://www.fib.is/myndir/Peugeot_1007_2.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Sá öruggasti hingað til - Peugeot 1007
Ríflega helmingur, eða sjö af þrettán þeirra bíla sem árekstrarprófaðir voru í síðustu lotu Euro NCAP fyrr í sumar fengu fullt hús eða fimm stjörnur af fimm. Ennfremur sýndi það sig að gangandi og hjólandi fólk er líklegra til að fara betur út úr árekstri við nýja bíla en þá gömlu. Nýir bílar eru betur hannaðir með tilliti til þessa en áður.
Það var nýi smábíllinn frá Peugeot – 1007 sem fékk flest stigin í þessari síðustu prófunarlotu og jafnframt hæstu stigatölu sem nokkur bíll hefur áður fengið hjá Euro NCAP. Claes Tingvall stjórnarformaður Euro NCAP segir að úrslitin úr þessari síðustu prófunarlotu sýni að bílaframleiðendur hafi tekið sig verulega á og náð miklum árangri í því að smíða bíla sem vernda líf og limi fullorðna fólksins í bílunum. Þá séu framleiðendur í vaxandi mæli að huga að því að hanna bíla sem fara betur með það fólk sem kann að verða fyrir þeim. Fyrir þennan afmarkaða þátt fengu bæði Honda FR-V og Suzuki Swift þrjár stjörnur.
En hvað varðar öryggi barnanna í bílnum eru bílar að verða öruggari en fyrr. Aldrei áður hafa jafnmargir bílar og nú hlotið fjórar stjörnur fyrir vernd barnanna í bílnum. Meðal þeirra voru að þessu sinni Renault Clio, Fiat Stilo og VW Passat. Allir bílarnir nú eru með viðvörunarflautu sem vælir ef fólk í framsætum spennir ekki bílbeltin og nokkrir með viðvörunarflautu fyrir öll hin sætin líka. Annars voru úrslitin sem hér segir:
Smábílar
The image “http://www.fib.is/myndir/Peugeot_1007.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Peugeot 1007 5 stjörnur
The image “http://www.fib.is/myndir/Renault_clio_2005.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Renault Clio 5 stjörnur
The image “http://www.fib.is/myndir/CitroenC1.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Citroën C1 4 stjörnur
The image “http://www.fib.is/myndir/Suzuki_swift.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Suzuki Swift 4 stjörnur
The image “http://www.fib.is/myndir/Smart_forfour.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Smart forfour 4 stjörnur
Litlir fjölskyldubílar
Mercedes A 5 stjörnur
Fiat Stilo 4 stjörnur
Dacia Logan 3 stjörnur
Fjölskyldubílar
BMW 3-serien 5 stjörnur
VW Passat 5 stjörnur
Lyxbilar:
Lexus GS300 5 stjörnur
Familjebussar:
Opel/Vauxhall Zafira 5 stjörnur
Honda FR-V 4 stjörnur

Euro NCAP er sjálfseignarstofnun, sem stofnuð var og tók til starfa 1997. Stofnendur eru evrópsku bifreiðaeigendafélögin og heildarsamtök þeirra – FIA, og ríkisstjórnir fimm Evrópulanda. Bílarnir eru árekstursprófaði á 64 km hraða í því augnamiði að kanna þol þeirra gagnvart framanáarekstrum og hliðarárekstrum.