Peugeot 208 bíll ársins í Evrópu 2020

Kunngert hefur verið að Peugeot 208 er bíll ársins í Evrópu 2020. Það voru 58 evrópskir blaðamenn sem tóku þátt í kjörinu og fyrirfram var búist við að Peugeot 208 myndi etja harða keppni við Tesla Model 3 og Porsche Taycan um útnefninguna. Það fór á annan veg því sigur Peugeot var mun stærri og öruggari en búist hafði verið við.

Peugeot 208 hlaut alls 281 stig, Tesla Model 3 242 stig í öðru sætinu og í þriðja sæti hafnaði Porsche Taycan með 222 stig. 30 bíl­ar voru í byrjun til­nefnd­ir en dóm­ar­arn­ir, frá 23 lönd­um, fækkuðu þeim í sjö sem tekn­ir voru til kost­anna í úr­slit­un­um. Í næstu sætum komu Renault Clio, Ford Puma, Toyota Corolla og loks BMW 1.

Peugeot 208 hefur lengi notið vinsælda í Evrópu en fæst í dag einnig sem rafbíll. Framleiðendur bílsins binda miklar vonir við að rafbíllinn eigi eftir að seljast vel á næstu misserum. Forsvarsmenn Peugeot voru að vonum í sjöunda himni með niðurstöðuna og sögðu hana vekja athygli og ýta undir betri sölu á bílnum.

Undir venjulegum kringum er valið á bíl ársins í Evrópu kunnugert í tengslum við bílasýninguna í Genf. Eins og fram hefur komið verður ekkert af henni vegna kórónaveirunnar.