Peugeot 3008 bíll ársins í Evrópu 2017

Peu­geot 3008 er bíll árs­ins í Evrópu 2017 en þetta var tilkynnt í tenglsum við bílasýnguna sem hefst í Genf í Sviss á fimmtudaginn kemur.

Þessi útnefning þykir ein sú virtasta í bílaheiminum en bíllinn hefur vakið verðskulduga athygl. Í öðru sæti var Alfa Romeo Giulia og í þriðja sæti hafnaði Mercedes E-class.

Peugeot 3008 þykir framúrskarandi vel hannaður bíll og stílhreinn í hvívetna. Innrarými bílsins er einstaklega vel hannað og bíllinn hafa frábæra aksturseiginleika.

Bíllinn fær hvarvetna mjög góða dóma og var t.d. kjörinn bíll ársins í Danmörku fyrir skemmstu.

Fimm aðrar bílategundir komust í lokaumferðina en það voru Citroen C3, Nis­s­an Micra, Toyota C-HR, Volvo S90 og V90.