Peugeot aftur á markað vestra

Franski bílaframleiðandinn Peugeot tilkynnti á bílasýningunni í Genf áform fyrirtækisins að fara með Peugeot bílinn inn á markað í Bandaríkjunum á nýjan leik. Þetta þykja merk tíðindi því bílar franska framleiðandans hafa ekki fengist þar vestra í 28 ár.

Þessi áform þykja líka merkileg fyrir þær sakir að mjög illa gengur að markaðssetja bílinn í Asíu og tapaði fyrirtækið hundruðum milljónum evra á þeim markaði í fyrra.

Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa ennfremur í hyggju að blása lífi í rafbílaframleiðsluna en mörgum finnst Peugeot hafa setið eftir á því sviði. Peugeot býður aðeins up á e-208 en nýr rafbíll frá fyrirtækinu var kynntur á bílasýningunni í Genf nýverið.