Piëch tekur pokann sinn

Fyrir ekki svo löngu hóf Ferdinand K Piëch, stjórnarformaður Volkswagen-samsteypunnar baráttu fyrir því að fá forstjórann;  Martin Winterkorn rekinn. En fostjórinn sneri vörn í sókn á einu augabragði og allt fór á annan veg en Piëch gamli hafði vonast til. Það varð nefnilega á endanum Piëch sjálfur sem mátti taka pokann sinn og fara og staða Martins Winterkorn er enn sterkari en áður.

Ferdinant K. Piëch hefur verið stjórnarformaður VW-samsteypunnar síðan 2002. Hann er dóttursonar  verkfræðingsins Ferdinand Porsche sem skömmu fyrir seinna stríð hannaði VW bjölluna fyrir Adolf Hitler og stofnaði síðar Porsche bílasmiðjuna sem nú er hluti VW samsteypunnar. Ferdinant K. Piëch er einn stærsti hluthafi í Volkswagen af einstaklingum en meðal stærstu eigenda eru stéttarfélög, sveitarfélög og þýsk sambandsríki eins og Hessen. Þegar Piëch hóf tilraunir sínar að koma Winterkorn burt úr forstjórastólnum sagðist hann hafa tapað tiltrú til forstjórans og því fjarlægt sig frá honum.

En atlagan misheppnaðist. Á stjórnarfundinum sem afgreiða átti uppsögn Winterkorn lýsti stjórnin þvert á móti yfir einróma trausti til Winterkorn og skipaði bæði Piëch og Ursulu konu hans (sjá mynd) að segja sig frá öllum stjórnarstörfum. Meira að segja annar fulltrúi Porsche fjölskyldunnar í stjórninni, Wolfgang Porsche, greiddi atkvæði með brottvísun Piëch hjónanna. Brottvísunin þýðir að Piëch yfirgefur bæði aðalstjórnina og líka sæti sín í stjórnum annarra greina samsteypunnar, þar á meðal Scania og MAN.