Prófun á ferðaboxum

Þegar fjölskyldan bregður sér á skíði er ágætt að leysa plássvandann fyrir skíðin, skíðaskóna og hlífðarfatnaðinn með því að koma þessu fyrir í ferðaboci festu á top bílsins. En áður en fest eru kaup á ferðaboxi er varla úr vegi að líta aðeins á nýjustu samanburðarprófunina frá ADAC í Þýskalandi, systurfélagi FÍB, sem hér birtist.

Gera verður þær kröfur til ferðaboxa að þau þoli vatnsaga og fyllist ekki af vatni  og að þau þoli sæmilega frost og taki ekki upp á því að springa og brotna þegar kólnar htessilega. Þá séu festingar þeirra öruggar og tryggar þannig að þau verði ekki viðskila við bílinn í kröppum beygjum eða jafnvel við árekstur. Allt þetta og fleira til viðbótar er prófað.

Það sem kom prófunarmönnum mest á óvart í þessari prófun hve mikill munur er á uppgefnu rými boxanna af hálfu framleiðanda og raunverulegu innanrými þeirra. Munurinn reyndist vera allt að 30%.  Spurning er því hvort verið sé að leiða neytendur viljandi á villigötur og hvort svona upplýsingagjöf sé ekki hreint lögbrot.

http://www.fib.is/myndir/Box-test.jpg