PSA Peugeot Citroen taka stefnuna á markaði í Bandaríkjunum

Svo gæti farið að PSA Peugeot Citroen hefji á nýjan leik sölu bifreiða úr samsteypu sinni. Ef marka má orð Jean Philippe, forstjóra Peugeot, í frönsku fjölmiðlum á dögunum er þetta markmið fyrirtækisins en óvíst er með öllu hvenær af þessu verður.

Hátt í þrjátíu ár eru síðan PSA Peugeot Citroen hætti að selja bíla í Bandaríkjunum. Citroen hafði reyndar hætt á þessum markaði 13 árum áður.

Fram kom í máli Jean Philippe að aðstæður til að fara inn á þennan risamarkað aftur séu allt aðrar en áður. Tækifærin væru til staðar og þetta sé á allan hátt mjög spennandi möguleikar.

Hann vill þó ekki nefna tíma í þessu sambandi. Þetta sé engu að síðar stefnan og það taki tíma að vinna markaðinn aftur, jafnvel nokkur ár.

Undirbúningsvinna er hafin og hafa sérfræðingar þegar verið ráðnir til að undirbúa jarðveginn og frekari áætlanir í þessum áætlunum.