PSA yfirtekur dótturfélag General Motors í Evrópu

Þó nokkrar hræringar eiga sér stað um þessar mundir í eignarhaldi hjá bílaframleiðendum. Nú í aðdraganda bílasýnginarinnar í Genf hefur verið tilkynnt opinberlega um yfirtöku franska bílaframleiðandans PSA á dótturfélagi General Motors í Evrópu en meðal vörumerkja í eigu GM í Evrópu eru bílamerkin Opel og Vauxhall.

„Þetta var erfið ákvörðun en við erum hins vegar viss um að hún var rétt þegar upp er staðið. Nú munum við snúa okkur af meiri krafti að mörkuðum í Norður-Ameríku og Kína,“ sagði Marry Barra forstjóri General Motors.

 „Þessi kaup munu gefa okkur ákveðin tækifæri sem við ætlum okkur að nýta. Tækifærin er alls staðar,“ sagði Carlos Tavares formaður PSA samsteypunnar.

Í umfjöllun um málið greina fjölmiðlar frá því að PSA hefi greitt hátt í 150 milljarða króna fyrir framleiðsluna. Um 40 þúsund manns starfa hjá General Motors í Evrópu.

Í upphafi ársins hvissaðist út að þessi áform stæðu fyrir dyrum sem nú hafa orðið að veruleika. Stjórnvöld í Bretlandi og Þýskalandi hafa þegar líst yfir áhyggjum að þessari þróun en óttinn lítur sérstaklega að fækkun starfa í þessum iðnaði í umræddum löndum sem nú færast til Frakklands.