Qoros frá Kína

Ný kínversk bíltegund, Qoros, verður frumsýnd á bílasýningunni í Genf í næsta mánuði. Qoros er í stærðarflokknum C (Golf flokknum) og sérstaklega hugsaður handa vestrænum bílakaupendum. Flestallir lykilmenn sem að hönnun hans og framleiðslu hafa komið eru Evrópumenn, þeirra á meðal eru fyrrverandi verkfræðingar og annað tæknifólk frá Saab og Volvo.

http://www.fib.is/myndir/Qoros-3.jpg
http://www.fib.is/myndir/Qoros-1.jpg
http://www.fib.is/myndir/Qoros-2.jpg
 

Bíllinn sem sýndur verður í Genf í næsta mánuði heitir fulu nafni Qoros 3 Sedan. Bíllinn hefur undanfarin tvö ár verið á forstigi fjöldaframleiðslu og hafa víðtækar prófanir og tilraunir farið fram á honum víða um veröld, þar á meðal í Norður-Finnlandi. Sala á honum hefst um mitt ár í Kína og litlu síðar í Evrópu. Undir lok ársins kom síðan fleiri útfærslur, þar á meðal skutbíll sem væntanlegur er í byrjun næsta árs.

Qoros3 sem sýndur verður í Genf á næstunni er 4.615 mm langur og 1.839 mm breiður. Hann verður því meðal þeirra stærstu í C-flokknum og með ágætt innanrými.

Tvær gerðir bensínvéla verða í boði í fyrstunni, báðar sparneytnar og 1,6 l. að rúmtaki með breytilegum ventlaopnunartíma (VVT). Í raun er þetta ein og hin sama vél, annarsvegar með túrbínu en hins vegar án. Án túrbínunnar er aflið 126 hö, en með túrbínu er það 156 hö. Gírkassar eru annars vegar 6 gíra handskiptur kassi og hins vegar sex gíra sjálfskipting.

Mjög fullkomið upplýsinga- og stjórnkerfi verður í bílnum sem staðalbúnaður en sjá má einn deildarstjóran, sem er sænskur, lýsa því hér fyrir blaðamanni Auto Motor og Sport.