Ráðherra segir enga ákvörðun liggja fyrir um veggjöld

Fram kom máli í Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgönguráðherra, í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að engin ákvörðun liggi fyrir um veggjöld. Í viðtalinu varpaði ráðherrann því fram hvort skynsamlegra sé að nota arðgreiðslur Landsvirkjunar í uppbyggingu vegakerfisins og bíða með vegtolla í 4-5 ár.

Það vakti athygli að samgönguráðherra tók skýrt fram að engin ákvörðun lægi fyrir um veggjöld en á sama tíma lýsir Jón Gunnarsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar, afgreiðslu samgönguáætlunar frá Alþingi sem tímamótaskrefi í upptöku vegtolla eins og fram kemur á visir.is

Ráðherra sagði í viðtalinu að vita sé að arðgreiðslur eru að koma frá Landsvirkjum, ekki síst, á næstu árum. Við höfum verið að ræða það að setja það í Þjóðarsjóð. Er kannski skynsamlegra að nota það í einhver ár við uppbyggingu vegakerfisins? Er meiri ávinningur fólginn í því? 

Sigurður Ingi sagði ennfremur á Sprengisandi að hann og Framsóknarflokkurinn væru ekki að berjast fyrir veggjöldum heldur framkvæmdum.

Viðtalið við ráðherrann og umfjöllun um málið má nálgast hér.