Ráðstefna - framtíðin í flutningum og samgöngum

Árleg ráðstefna Millilandaráðanna verður 7. nóvember á Hilton Reykjavík Nordica frá kl. 14 til 17. Þema ráðstefnunnar í ár er The future of transportation – framtíð flutninga og samgangna. Framúrskarandi sérfræðingar á sviði flutninga og samganga flytja erindi á þessari árlegu ráðstefnu Millilandaráðanna.

Hröð þróun, jafnvel kúvendingar eru mögulega rétt handan við hornið í samgöngum og flutningum. Þetta snertir okkur öll með einum eða öðrum hætti. Allt frá daglegum ferðum til og frá vinnu, heimsóknum til fjölskyldu & vina og lengri ferðalögum - til skilvirkni alþjóðlegra aðfangakeðja á landi, hafi og í lofti. Samgöngur og flutningar eru mikilvæg forsenda alþjóðlegra viðskipta og lífsskilyrða Íslandi.

Meðal fyrirlesara eru framtíðarsinninn og rithöfundurinn, Anne Lise Kjær, hjá Kjær Global. Hún mun fjalla um framtíðarstrauma og hvernig íslensk fyrirtæki geta nýtt sér „framtíðaráttavita“ til að horfa til framtíðar.

Ralf Herrtwich, yfirmaður hugbúnaðarþróunar og gervigreindar í ökutæki hjá NVIDIA í Evrópu mun fjalla ökutæki framtíðarinnar. Ralf og hans teymi vinna t.d. mikið fyrir Mercedes Benz, Jaguar og Land Rover.

Yadine Laviolette, Environment & sustainability marketing manager hjá AIRBUS fjallar um framtíðarsýn Airbus á samgöngur og flutninga með flugi.

Kristinn Aspelund, stofnandi og framkvæmdastjóri Ankeri fjallar þeirra sýn á framtíð og áskoranir í skipaflutningum.

Loks fjalla Davíð Þorláksson framkvæmdastjóri Betri samgangna, og Eyþór Máni Steinarsson, framkvæmdastjóri HOPP um framtíð samgangna í borgum.

Aðalheiður Pálmadóttir, Vice President of Business Development hjá Controlant fjallar um framþróun alþjóðlegra aðfangakeðja.

Fundarstjóri verður Þóra Arnórsdóttir forstöðumaður samskipta og upplýsingamiðlunar hjá Landsvirkjun. Miðasala er á TIX