Raf­bíll­inn Renault Scenic E-TEC bíll ársins í Evrópu

Raf­bíll­inn Renault Scenic E-TEC var val­inn Evr­ópu­bíll árs­ins á alþjóðlegu bíla­sýn­ing­unni í Genf í Sviss. Sam­kvæmt til­kynn­ingu frá BL hlaut Renault Scenic E-TEC af­ger­andi sig­ur með 329 stig­um. Þetta er í sjöunda sinn sem Renault hlýtur þessi verðlaun en þetta var í 61. skipti sem viðurkenningin er veitt.

Í öðru sæti varð BMW i5 Series. BMW 5-línan varð í öðru sæti með samtals 308 atkvæði og þriðja sæti Peugeot 3008 með 197 atkvæði.

Aðrir bílar sem komust í úrslit til verðlaunanna voru Kia EV9 (190 stig), Volvo EX30 (168), BYD Seal (131) og Toyota C-HR (127).

Þess má geta að Renault Scenic E-TEC er vænt­an­leg­ur til BL snemma í vor. Bíllinn er 100% raf­knú­inn, 170 til 220 hest­öfl, eft­ir út­færsl­um, og með 625 km drægni sam­kvæmt staðli WLTP. Gott far­ang­urs­pláss, eða 545 lítr­ar og enn meira séu sæt­isbök­in aft­ur í lögð fram. Rúm­góður fjöl­skyldu­bíll, hlaðinn þæg­ind­um og nýj­ustu tækni.