Rafbíladagur á föstudag

Iðan, fræðslusetir bílgreinanna gengst á morgun, föstudag 25. sept. fyrir rafbíladegi að Vatnagörðum 20 í Reykjavík. Allir sem áhuga hafa á rafbílum og orkuskiptum bílaflotans eru velkomnir, ekki síst þeir sem sinna hverskonar þjónustu við bíla og notendur þeirra. Rafbíladagur Iðunnar hefst kl 13.00 og stendur til kl. 18.00 á morgun, föstudag.

Þeir bílainnflytjendur sem sýna rafbíla og tengiltvinnbíla að Vatnagörðum 20 á morgun eru Askja sem sýnir Kia Soul EV, Bílabúð Benna sem sýnir tengiltvinnbílinn Chevrolet Volt/Opel Ampera, BL sem sýnir Nissan Leaf, Even sem sýnir Tesla S, Hekla sem sýnir Mitsubishi Outlander PHEV, Volkswagen e-Golf og tengiltvinnbílinn Volkswagen GTE ogToyota sem sýnir bæði tvinnbílinn Prius og tengiltvinnbílinn Prius Plug-In Hybrid.

Í húsakynnum Iðunnar verða haldnir stuttir fyrirlestrar um flest sem viðkemur rafbílum og orkuskiptum í samgöngum. Ómar Ragnarsson segir frá reynslu sinni af rafhjóli sínu sem hann sat frá Akureyri til Reykjavíkur á dögunum og fer síðan flestra sinna ferða á um höfuðborgarsvæðið. Aðrir fyrirlesarar segja frá hleðslu rafbíla, frá því sem er að gerast í rafbílaheiminum og frá hverskonar námsframboði sem tengist rafknúnum samgöngum og samgöngutækjum. Loks verður málstofa þar sem rafbílatæknimenn greina frá viðfangsefnum sínum og miðla fróðleik um notkun og meðhöndlun rafbíla.