Rafbílar lentu í vandræðum í Svíþjóð

Margir sænskir ökumenn lentu í hrakningum víða á vegum í Svíþjóð fyrir helgina. Ástandið var sérlega slæmt í vesturhluta landsins. Mikil ofan koma og hvassvirði olli miklum umferðartöfum. Athygli vakti að upp komu vandamál með rafbíla sem urðu rafmagnslausir í kuldanum og gripu ökumenn til þess örþrifaráðs að skilja þá eftir.

Þetta ástand jók enn frekar á umferðatafir en á nokkrum stöðum stöðvaðist umferðin í marga klukkutíma áður en umferðin var með eðlilegum hætti á E6 brautinni. Vandræðagangurinn hófst á milli bæjanna milli Kungsbacka og Frillesås á miðvikudagskvöldið, þegar nokkrir flutningabílar festust í snjónum og ollu biðröðum sem teygðu sig í nokkra kílómetra.

Þegar rafmagnið á bílunum var úti yfirgáfu ökumenn bílana sína og gengu í slæmu veðri til næstu bæja. Þetta jók enn fekar á umferðartafir og tók langan tíma að vinna úr þessari flækju. Það var ekki fyrr en um hádegið á fimmtudeginum sem umferðin var orðin með eðlilegum hætti.

Í samtali við Göteborgs Posten sögðust ökumenn aldrei áður hafa lent í öðrum eins hremmingum. Lestarsamgöngur til og frá Gautaborg lágu einnig niðri um tíma.

Talsmaður sænsku umferðarstofnunarinnar sagði að þeir hefðu varla haft undan að koma ökumönnum til hjálpar og flytja bílana á næstu rafhleðlsustöð. Bílaflutningafyrirtæki höfðu í nógu að snúast en um síðir tókst að greiða úr flækjunni.

Þessi upp á koma vekur menn til umhugsunar þegar vandi sem þessi kemur upp. Menn standa frammi fyrir nýju vandamáli þegar rafbílar lenda í hrakningum sem þessum. Rafbílum fjölgar jafnt og þétt og geta aðstæður sem þessar hæglega skapast hér á landi. Ekki er hægt að grípa til annarra ráðstafanna en að sækja bílinn og flytja á næstu hleðslustöð.