Rafbílastyrkur Orkusjóðs

Um áramótin voru felldar úr gildi skattaívilnanir vegna rafbíla. Í staðinn var tekið upp kerfi þar sem veittur er 900.000 kr. styrkur úr Orkusjóði þegar keyptur er rafbíll sem kostar 10 milljónir eða minna.

Orkusjóður mun annast afgreiðslu styrkjanna. Umsækjendur sækja um með stafrænum hætti en allar nánari upplýsingar um styrkafgreiðslu er að finna hér.