Rafdrifið „rúgbrauð“

Nú er liðinn áratugur frá því að VW kynnti á bílasýningunni í Genf nýtt rúgbrauð með sterkan svip af fyrstu kynslóð slíkra VW bíla. Aldrei varð af því að sá bíll kæmist í fjöldaframleiðslu og nú sýnir VW enn þennan hugmyndabíl í Genf, í þetta sinn sem sex manna rafbíl.

Þessi nýja útgáfa kalla VW menn Bulli, sem einmitt var þýska gælunafnið á gamla rúgbrauðinu. Bulli er með 85 kw rafmótor sem knýr afturhjólin og 40 kílówattstunda líþíumgeymarnir eru hvorttveggja undir gólfinu og taka því ekkert af innanrými

http://www.fib.is/myndir/VW-Bulli-raf.jpg
Nýja „hugmyndarúgbrauðið“ er veru-
lega minna um sig en það gamla.
http://www.fib.is/myndir/VW-Bulli.jpg
Fyrsta kynslóð gamla „rúgbrauðsins.“

vagnsins. Hann er sagður vera 11,5 sek. að ná hundraðinu úr kyrrstöðu og komast 300 kílómetra á hleðslunni.

Bulli er sex sæta bíll þótt ekki sé hann stór um sig. Breiddin er einungis 175 sm og lengdin tæpir fjórir metrar. Lengd milli hjóla er 262 sm.

Í stað þess að hafa í bílnum snertiskjá til að stjórna hljómtækjum og síma og slíku er í bílnum i-Pad sem stjórnar öllu slíku, þar á meðal farsímanum. Sjálft hljóðkerfið er frá bandaríska gítarframleiðandanum Fender..

Ekkert er gefið upp um það hvort ætlun sé að fjöldaframleiða þennan Raf-Bulli, en sjálfsagt fer það eftir þeim viðtökum sem bíllinn fær á sýningunni í Genf.