Rafmagnsbílar halda sínu striki fyrstu viku ársins

Nýskráningar eru öllu færri í fyrstu viku ársins en á sama tíma í fyrra. Nú voru nýskráningar 131 en fyrstu viku ársins í fyrra voru þær 198. Nýskráningar í rafmagnsbílum fyrstu viku ársins voru 64 en á sama tíma í fyrra voru þær 43 að því er fram kemur í tölum frá Bílgreinasambandinu.

Eins og flestum er kunnugt um var um áramótin tekið upp kílómetragjald fyrir notkun rafmagns-, vetnis- og tengiltvinnbíla. ​Það verður fróðlegt að fylgjast með framvindunni í sölu á nýjum bílum eftir breytingarnar.

Á móti kemur að þá munu ein­stak­ling­ar og fyr­ir­tæki geta sótt um styrk vegna kaupa á hrein­orku­bíl­um. Sá styrk­ur kem­ur í stað skattaí­viln­ana sem raf­bíl­ar hafa notið Styrk­ur­inn verður veitt­ur úr Orku­sjóði og nemur allt að 900 þúsund krón­um fyr­ir ein­stak­linga og fyr­ir­tæki í fjöl­skyldu­bíla­flokki.

Þegar rýnt er betur í tölur nýskráningar fyrstu vikur ársins voru þær flestar í rafmagnsbílum, alls 64. Tengiltvinnbílar koma næst, alls 29, og 29 í hybridbílum. Dísilbílar voru alls 12 og fimm í bensínbílum.

Þegar einstakar bílategundir eru skoðaðar voru flestar nýskráningar í Toyota fyrstu viku ársins. Þær voru alls 68, Hyundai 17 og Kia og Mazda með 13.