Rafmagnsstrætó frá Kína

Kínverski bílaframleiðandinn BYD Co Ltd hefur fengið evrópska gerðarviðurkenningu á rafknúnum strætisvögnum sem fyrirtækið hyggst framleiða í Búlgaríu. BYD er ríkisfyrirtæki en nýtur samvinnu við ofurfjárfestinn aldraða; Warren Buffett. Gerðarviðurkenningin þýðir það að vagnarnir eru nú gjaldgengir allsstaðar á  Evrópska efnahagssvæðinu.

BYD hefur að undanförnu leitað markaða fyrir rafmagnsstrætisvagna sína víða, m.a. í Hollandi, Finnlandi, Danmörku, Kanada, Uruguay og Bandaríkjunum. Ætlunin er að byggja vagnana í Búlgaríu sem fyrr segir, en verksmiðjan þar á að afkasta 40-60 vögnum á mánuði. Fyrsti vagninn, sem hugsaður er sem sýnieintak,  verður tilbúinn til notkunar upp úr miðjum næsta mánuði.

Í októbermánuði sl. gekk BYD frá pöntun á 50 rafknúnum fólksbílum fyrir leigubílaútgerðarfyrirtæki í London sem heitir  Greentomatocars.