Rafskútuleigur í París heyra sögunni til

Rafskútuleigur í París heyra sögunni til. Þetta var ljóst eftir niðurstöður í atkvæðagreiðslu sem íbúar Parísar tóku þátt í. Samningar við rafskútufyrirtæki verða ekki endurnýjaðir. Bannið mun ekki ná til rafskúta í einkaeigu en rafskútur til leigu hfa notið mikilla vinsælda og þótt góður ferðamáti.

Þátttakan í atvæðagreiðslunni var ekki góð en alls greiddu 103 þúsund manns atkvæði. 91.300 greiddu at­kvæði með bann­inu.

Ástæða þess að ekki verður hægt að leigja rafskútur lengur í París er að mörg alvarleg slys hafa orðið á þeim og sömuleiðis hafa borist kvartanir frá vegfarendum.