Reiðhjólin áberandi á bílasýningunni

Reiðhjól voru merkilega áberandi á IAA bílasýningunni í Munchen sem lauk um nýliðna helgi. Yfirskrift sýningarinnar var ,,was uns als Nächstes bewegen wird“ sem þýða mætti: ,,það sem næst mun flytja okkur milli staða og það hefur lengi verið vissa sannfærðs hjólafólks að það sé einmitt reiðhjólið.

    Á sýningunni gaf að líta 90 tegundir reiðhjóla frá 70 misstórum framleiðendum og voru rafhjól frá Þýskalandi og fleiri Evrópulöndum sérstaklega áberandi og mörg vissulega allrar athygli verð. IAA sýningin ný-afstaðna í Munchen er sú fyrsta sem gerir reiðhjólum svo hátt undir höfði að fylla hvorki meira né minna en tvo sýningarskála af níu.  Segja má því að reiðhjólin að nokkru stolið senunni og segir blaðamaður der Spiegel með votti af háðstóni, að fólk í forystu reiðhjólasamtaka eins og  ADFC (Allgemeinen Deutschen Fahrrad-Club) hljóti að gleðjast og forysta samtaka bílaframleiðenda að sama skapi hugsa sinn gang.

    Alls munu hafa í þessum tveimur sýningarskálum og annarsstaðar í tengslum við sýninguna hafa verið hátt í 700 reiðhjól af flestu hugsanlegu tagi til sýnis og sum líka til prófunar fyrir sýningargesti. Meðal framleiðendanna sem sýndu hjól sín voru bæði stórir en líka smærri framleiðendur og til að nefna nokkra þeirra má telja Hartje, Cannondale, Bulls, Canyon, ZEG/Scott, Coboc í Heidelberg sem framleiðir Urban-E-hjólin, Chike í Köln sem gerir sendlahjólin E-Cargo-Bikes,  eFlow í Berlín og Speed-Pedelecs í Sviss.

Hér gefur að líta nokkur sýnishorn:

RieseÞetta rafhjól frá Riese & Muller í Hessen er með 750 Wattstunda geymi og mótor frá Bosch með 85 Newtonmetra vinnslu. Bögglaberinn er stór og þjónar líka sem barnasæti. Burðarþolið fyrir utan þann sem hjólar, er 65 kíló. Verðið er 5.250 evrur.

 

 

 

 

e-rid EvoeRIDE EVO er hugsað til lengri ferðalaga innan borgarsvæða. Rafgeymirinn geymir 750 Wattstundir. Mótorinn hefur 85 Nm vinnslu og drægið er 110 kílómetrar. Verð: 4.300 evrur.

Gravity

 

 

Gravity-E fjallahjól. Stellið er úr koltrefjum. Framhjólið fjaðrar allt að 180 mm og afturhjólið 177 mm. Mótorinn sem er japanskur er skilar 85 Nm vinnslu og rafhlaðan rúmar 375 Wattstundir. Verðið er heldur ekki lágt, en gripurinn kostar 9.000 evrur.

 

 

TesoroTesoro Neo X1 er borgarhjól með allt að 175 km drægi. Mótorinn er 85 Nm frá Bosch og geymirinn rúmar 750 Wattstundir straums. Verð: 5.000 evrur.

 

Quio

 

Quio er nett rafhjól frá framleiðandanum Hartje sem hefur ýmsan aukabúnað á það eins og bögglabera, hliðartöskur og barnasæti eins og á myndinni mismunandi gíra, mis öfluga mótora og mis stóra rafgeyma. Verðið er þannig breytilegt á bilinu 2.900-5.500 evrur.

 

KassaholSprotafyrirtækið Sblocs í Berlín sýndi þetta flutningahjól. Burðarþol þess er 145 kíló eða sem svarar þyngd tæplega þriggja sementspoka. Hjólið hallast inn í beygjurnar, mótorinn afkastar 90 Nm og geymirinn rúmar 635 Wattstundir. Það hefur eina 14 gíra og kostar 8.280 evrur en er fáanlegt án mótors og kostar þannig 5.000 evrur.