Rekstur bílsins sífellt dýrari og dýrari

Kostnaður vegna bifreiðareksturs og notkunar hefur hækkað mikið  á liðnum misserum.  Öll finnum við fyrir gríðarlegum hækkunum á eldsneytisverði.  Bensínlítrinn er tæpum 40 krónum dýrari um þessar mundir samanborið við verðið fyrir ári síðan og dísillítrinn er 40 krónum dýrari.  Þetta stafar aðallega af miklum hækkunum á heimsmarkaði, veikri íslenskri krónu og skattahækkunum stjórnvalda.

 Aðrir útgjaldaliðir vegna bifreiðaeignar hafa einnig hækkað hressilega.  Nýjustu neysluvísitölumælingar Hagstofunnar sýna að kostnaður vegna þjónustu hjólbarðaverkstæða hefur hækkað um 18,1%  og smurstöðva um 15,9% á einu ári.  Talan vegna hjólbarðaþjónustu er sláandi há m.a. í ljósi þess að viðgerðar- og viðhaldsþjónusta hefur hækkað um 6,2% á sama tíma.  Liðurinn hjólbarðar og fl. hefur hækkað um 9% en varahlutir og fl. Um 4,8% á sama tíma.

Hjólbarðaþjónustuaðilar geta ekki réttlætt þessa miklu hækkun á sinni þjónustu með launaþróun þannig að nærtækasta skýringin er hærri álagning og hugsanlega áhrif af nýlegri yfirtöku banka, lífeyrissjóða og fjármálastofnana á stærstu fyrirtækjunum í þessum geira.

Heildarhækkun vísitölu bifreiðakostnaðar er 12,6% samanborið við október 2010 og þar vegur eldsneytið þyngst.  Nýir bílar hafa hækkað um 5% samkvæmt vísitölunni en vog þeirra í bifreiðakostnaðinum er 45,8%.

Flokkur

Heiti

Vog mars 2003

Hækkun

1 ár 

 

0711

Bílar

45,8%

5,0%

 

07211

Varahlutir o.fl.

4,8%

4,8%

 

07212

Hjólbarðar o.fl.

4,1%

9,0%

 

07213

Ýmsir fylgihlutir bíla

0,6%

6,6%

 

07221

Bensín 95 okt

23,6%

19,3%

 

07224

Dísel

7,0%

21,0%

 

07231

Viðgerðir og viðhald

3,7%

6,2%

 

07232

Bón og þvottastöðvar

0,5%

1,6%

 

07233

Smurstöðvar

2,1%

15,9%

 

07234

Hjólbarðaverkstæði

1,1%

18,1%

 

07235

Eftirlitsskoðanir

1,5%

6,9%

 

07241

Bifreiðagjöld (úrvinnslugjald)

0,3%

0,0%

 

07242

Bifreiðaskoðun

0,9%

1,0%

 

07248

Veggjöld

2,0%

9,7%

 

12441

Ábyrgðartryggingar

0,8%

4,3%

 

12442

Húftryggingar

1,0%

3,6%

 

 

Rekstur eigin bifreið

100,0%

12,6%