Renault Alaskan

Renault sýnir nýjan pallbíl á bílasýningunni í Frankfurt sem senn verður opnuð. Pallbíll þessi er sagður vera enn á hugmyndarstigi en verði viðtökur góðar í Frankfurt er hinn franski hluti Renault-Nissan samsteypunnar nánast tilbúinn að hefja fjöldaframleiðslu og markaðssetja pallbílinn, sem kallast á þessu stigi Alaskan, strax á fyrri hluta næsta árs.

Þær vélar sem í boði verða, eru þær sömu og í sendibílnum Renault Master -  fjögurra strokka túrbínudísilvélar.

Í fréttatilkynningu frá Renault segir að Alaskan sé sportlegur og vandaður pallbíll með fimm sætum og sem ber eitt tonn á pallinum.