Renault hættir sölu fólksbíla í Kína

Þegar bílaverksmiðjur í Kína eru smám saman að hefja starfsemi að nýju hefur franski bílaframleiðandinn Renault ákveðið að hætta sölu fólksbíla í landinu. Þess í stað á að fara af meira krafti í framleiðslu á rafbílum og minni atvinnubílum.

Margir evrópskir bílaframleiðendur eru með töluverða starfsemi í Kína og hefur hún gengið ágætlega hjá flestum til þessa. Aftur á móti hefur starfsemi Renault ekki gengið sem skildi í Kína en ekki eru nema fjögur ár síðan sem Renault hóf starfsemi aftur í landinu.

Renault hafði uppi áform um mikla sölu í Kína en það hefur farið á annan veg, Bílasala reyndar í Kína í fyrra dróst mikið saman og fékk Renault að kenna á því sem og aðrir bílaframleiðendur.