Renault hættir starfsemi sinni í Rússlandi

Franski bílaframleiðandinn Renault hefur ákveðið að draga sig alfarið út af Rússlandsmarkaði. Fyrirtækið hefur einnig ákveðið að selja 68% hlut sinn í Avtovaz sem framleiðir meðal annars Lada bifreiðar. Toyota og Volksvagen voru áður búnir að tylkynna brotthvarf frá Rússlandi.Enn aðrir bílaframleiðendur hafa gert hlé eða íhuga að hætta starfsemi sinni í Rússlandi vegna stríðsins í Úkraínu.

Í apríl komu upplýsingar um að Renault myndi selja rússnesku bílarannsóknastofnunina Nami hlutinn og nú hefur samningurinn verið formlega staðfestur. Nami er í ríkiseigu og stendur á bak við þróun samgöngutækja Vladimírs Pútíns, brynvarða forsetabílsins Aurus Senate.

,,Við höfum tekið erfiða en nauðsynlegu ákvörðun gagnvart 45.000 starfsmönnum okkar í Rússlandi,“ segir forstjóri Renault, Luca de Meo, í yfirlýsingu. Þessi ákvörðun mun hafa gríðarlegan kostnað í för með sér fyrir Renault.

Rússneska ríkið hefur hafið þjóðnýtingu á erlend fyrirtæki og lagt hald á eignir þeirra. Verksmiðja Renault í Moskvu hefur verið óstarfhæf síðan í lok mars eftir mikla gagnrýni frá almenningi á samfélagsmiðlum. Nú berast þær fréttir að rússnesk stjórnvöld íhugi að hefja framleiðslu á Moskvich aftur. Framleiðsla þeirra hóft í síðari heimstyrjöldinni, 1940, og stóð allar götur til ársins 2002.